Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp á fólkið sitt týna sjálfu sér í þessum illvíga sjúkdómi.
Tónlist er talin geta gert kraftaverk fyrir þessa sjúklinga og ófá dæmin sem sýna og sanna hversu mikil áhrif hún hefur á einstaklinga sem lifa með Alzheimer.
Hér í þessu hjartnæma myndbandi syngur Kelly með 88 ára gamalli móður sinni kántrílag – og hún spilar undir á gítar. Móðir hans er með Alzheimer og segist Kelly sakna hennar á hverjum degi. En þegar hún fær gítar í hönd og syngur með honum fær hann hana tilbaka.
„Í hvert skipti sem hún syngur kemur hún aftur og í mínum huga spilar hún og syngur betur en nokkur annar“ segir Kelly.
Fallegt ♥