Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn!
Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stórri ofnskúffu þá má tvöfalda hana.
Uppskriftin er frá henni Lilju Katrínu á blaka.is, en Lilja Katrín er einmitt að safna fyrir útgáfu á bökunarbók og sjá má frekari upplýsingar um það hér að neðan.
Það sem þarf
Skúffukakan
- 2 bollar hveiti
- 2 bollar sykur
- ¼ tsk sjávarsalt til að skreyta
- 230 g smjör
- 4 msk kakó frá
- 1 bolli sjóðandi heitt vatn
- ½ bolli súrmjólk
- 2 stór egg (þeytt)
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk vanilludropar
Kremið
- 150 g mjúkt smjör frá
- 300 g flórsykur
- ½ bolli Gestus-karamellusósa
- 1 tsk vanilludropar
- ¼ tsk sjávarsalt
- 1-2 msk nýmjólk
- 1-2 bollar Brak frá Góu
- 3-4 msk kakó
Aðferð kakan
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eina litla ofnskúffu.
- Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í skál.
- Bræðið smjörið í potti og bætið kakói og sjóðandi heitu vatni saman við þegar smjörið er bráðnað.
- Blandið súrmjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman í lítilli skál.
- Blandið súrmjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og síðan vatnsblöndunni. Hrærið allt vel saman.
- Hellið blöndunni í skúffuna og bakið í 25-30 mínútur.
Aðferð kremið
- Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og hrærið síðan flórsykrinum saman við.
- Blandið karamellusósu, kakó, vanilludropum og salti vel saman við.
- Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk saman við.
- Smyrjið kreminu ofan á kökuna þegar hún hefur kólnað og skreytið með Braki.
Allt hráefni í þessa uppskrift færðu í
Bókunarbók Blöku
Lilju Katrínu langar að láta draum sinn um bökunarbók rætast. En hún stefnir á að gefa út bók með vel völdum uppskriftum og góðum eldhúsráðum. Sjálf er hún búin að fjármagna efni og hönnun en hana vantar aðeins upp á til að geta prentað bókina.
Þess vegna leitar Lilja Katrín til ykkar og biður ykkar að leggja sér lið – svo endilega kíkið hér á Karolina Fund