Hann er jákvæður, glaður og þakklátur en árið 2016 lenti hann í slysi og lamaðist frá mitti og niður. En David hafði þá nýflutt til Nashville til að elta tónlistardraum sinn.
Hinn 25 ára David hélt að öllu væri lokið en með harðri vinnu og hjálp kærustu sinnar, sem kom til sögunnar eftir að hann lamaðist, hefur hann náð að ganga aftur. Ótrúlegar framfarir.
Hér labbar hann inn í prufur í American Idol og slær í gegn – og einn dómarinn hágrætur.