Japanir eru ansi góðir í því að gera hlutina fallega og huggulega – og aðferð þeirra við að pakka inn gjöfum er orðin vel þekkt.
Verslanir í Japan pakka gjarnan vörum og gjöfum inn þegar þær eru keyptar og hér í myndbandinu er sú aðferð sem notuð er í verslununum tekin fyrir.
Það tekur ekki nema 15 sekúndur fyrir vana manneskju að pakka inn á þennan hátt. En í myndbandinu hér að ofan er þetta útskýrt lið fyrir lið.
Ansi flott og kemur vel út og takið eftir að límbandið er aðeins notað þrisvar sinnum.
Hér að neðan í öðru myndbandi má líka sjá þetta gert hratt og þá er límbandið aðeins notað tvisvar sinnum.
Það væri nú kostur að vera svona fljótur að pakka öllum jólagjöfunum inn.