Það er vel skiljanlegt að dómararnir og áhorfendur í sal hafi þerrað tárin meðan á þessum flutningi stóð. En þetta er afskaplega fallegt atriði hjá stúlkunum og flutningurinn afar einlægur.
Þessi fallegi hópur mætti í prufur í Ireland´s Got Talent á dögunum.
Stúlkurnar eru ýmist alveg heyrnarlausar eða heyrnaskertar. Það eru þó tvær stúlkur með fulla heyrn með í hópnum til að sýna samskipti heyrnarlausra og þeirra sem heyra. Önnur þessara stúlkna á tvær heyrnalausar systur í kórnum, og er hún sú eina í fjölskyldunni með heyrn – en báðir foreldrar þeirra auk bróðurs eru heyrnarlaus.
Það var varla þurrt auga í salnum meðan á flutningi stúlknanna stóð og fengu þær að launum „já“ frá öllum fjórum dómurunum.