Þetta par hafði lengi reynt að eignast barn en án árangurs. En þau voru lánsöm og fengu að ættleiða litla nýfædda stúlku sem þau gáfu nafnið Finley.
Þau ákváðu að koma ættingjum sínum og nánum vinum á óvart með því að birtast óvænt með dóttur sína og taka viðbrögð þeirra upp.
Þurftu þau að fara á milli þriggja fylkja í Bandaríkjunum til að hitta alla en þau segja það algjörlega hafa verið þess virði. Myndbandið hugsa þau sem frábæra minningu fyrir dóttur sína þegar hún vex úr grasi svo hún sjái hversu velkomin hún var inn í líf þeirra og hversu spenntir allir voru að sjá og hitta hana.
Yndislegt ♥