Kokteill mánaðarins að þessu sinni er með nokkurs konar hollustuívafi – eða þannig.
Alla vega inniheldur hann nokkur góð og holl efni og þar á meðal er vínið sem heldur honum uppi, sem sagt tekíla, talið geta gert eitt og annað fyrir okkur.
Áhugavert, ekki satt!
Salvían aðalmálið hér
En aðalmálið við þessa Margarítu er samt salvían. En hún er meðal annars talin geta bætt minnið, bætt meltinguna og hjálpað til við særindi í hálsi.
Tekílað hins vegar er talið geta haldið blóðþrýstingi í skefjum og einnig kólesteróli líkamans, og á að vera gott fyrir ristilinn. Þá þembist maður ekki upp af tekíla og það getur hjálpað til við að losna við kvef. Og ekki má gleyma hlutverki límónunnar í þessum góða drykk.
Sem sagt algjör hollustudrykkur 🙂
En hér er uppskriftin að Salvíu Margarítu fyrir tvo
6 cl gott tekíla
3 cl Cointreau
6 cl nýkreistur límonusafi
6 cl síróp (t.d. agave)
3 fersk salvíublöð
Setjið allt saman í hristara og hristið vel.
Hellið síðan í falleg glös og njótið!
Hér er líka EINN sem yljar núna í kuldanum og er algjört sælgæti.
Uppskriftin er fengin af shape.com