Við ætlum að skála í bleiku kampavíni fyrir haustinu enda haustið svo rómantískur tími. Rökkur, kerti og kósýheit.
Kokteill septembermánaðar er þessi „Sexy Martini Kokteill“ sem inniheldur meðal annars bleikt kampavín.
Það gerist ekki mikið betra!
Það sem þarf
3 hindber
5 myntulauf
30 ml. ferskur sítrónusafi
30 ml. síróp (búið til úr vatni og sykri)
45 ml. sítrónuvodka
45 ml. bleikt kampavín
Aðferð
Takið 1 hluta sykurs og 1 hluta vatns og setjið í pott til að búa til sírópið. Hitið að suðu og hrærið í þar til sykurinn hefur leyst upp. Leyfið að kólna.
Setjið berin og myntuna saman í hristara og kremjið með mortéli.
Bætið sítrónusafa, sírópinu og vodka saman við og fyllið upp með klaka.
Hristið og hellið síðan í glas – og skreytið síðan með myntu og hindberi ef vill.
Skálið og njótið!