Kokteill mánaðarins hér hjá okkur er hinn klassíski Cosmopolitan eða Cosmo eins og hann er oftast kallaður.
Cosmo er tilvalinn fordrykkur fyrir mat eða til að skála í við skemmtileg tækifæri. Hann er oft tengdur við sjónvarpsþáttinn Sex and the City þar sem hann var vinsæll hjá þeim vinkonunum og þá sérstaklega í miklu uppáhaldi hjá Carrie.
Það sem þarf
2.25 cl vodka eða sítrónuvodki
1.5 cl triple sec
3 cl trönuberjasafi
1.5 cl limesafi
Öllu blandað saman í kokteilhristara og hrist vel.
Borið fram í kældu martiniglasi.
Skál!