Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. En þetta finnst mér alveg ótrúlegt.
Hefurðu heyrt um klósettjóga?
Já, þú heyrðir rétt! Klósettjóga hefur verið stundað í henni Ameríku um nokkurt skeið.
Jóga stelllingar sem hjálpa þér að slaka og losa
Þessi tegund jóga er gerð til að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að tefla við páfann (erfiðar hægðir) og eins fyrir þá sem vilja ná slökun á meðan setið er á postulíninu.
Ef þetta kveikir áhuga þinn eða að þú telur að þetta geti hjálpað þér á einhvern hátt getur þú numið fræðin með því að kaupa þér bók sem heitir Toilet Yoga (Because Sometimes Sh*t Doesn‘t Happen) og fæst á Amazon.
Í bókinni er farið yfir jógastellingar sem hjálpa þér að losa og slaka á. Bókin fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm sem er ekki svo slæmt. Ef þú vilt svo taka þetta skrefinu lengra getur þú slegist í för með klósettjóga hreyfingunni á facebook.
Ég get ekki annað en hlegið – en hvað veit maður, kannski er þetta málið.
Sigga Lund