Það eru góðar líkur á því að þú hafir verið að borða sushi vitlaust frá upphafi.
Hvað meina ég?
Jú það er víst rétt leið og síðan röng leið til að borða þessa dásemd.
Gott að kunna til verka
Ég er ein af fjölmörgum sem hef alltaf set wasabi-ið út í sojasósuna og drekki svo sushibitanum í henni og skelli honum svo einhvern veginn upp í mig. Ég stundum meira að segja reyni að bíta rúlluna í sundur (ef hún er rosalega stór) og borða hana í tvennu lagi. En það á maður víst alls ekki að gera.
Sushi á alltaf að borða í einum bita. Það er ekki nema von að sumir sem eru sér fróðari í þessum japönsku matarvenjum horfi á mig undrunaraugum þegar ég fæ mér sushi.
Auðvitað á hver að hafa sinn háttinn á, en það er ekki leiðinlegt að kunna til verka þegar maður fer á mannamót þar sem sushi er á boðstólum, nú eða þegar maður fer út að borða í fínum sushi veitingastað.
En hvað sem því líður – svona á maður víst að borða sushi
Þú byrjar á því að setja wasabi á sushi bitann eða á rúlluna (ekki í sojasósuna). Hversu mikið þú setur er undir þér komið, en eins og flestir vita er wasabi-ið mjög sterkt.
Því næst snýrðu bitanum á hliðina með prjónunum og tekur þá þannig upp. Nú dýfir þú bitanum rétt aðeins í sósuna og reglan er sú að þú dýfir fiskihlutanum (eða álegginu) í hana en aldrei hrísgrjónunum, og skellir bitanum svo upp í þig í einu lagi.
Varðandi rúlluna, þá dýfir þú aðeins annarri hliðinni rétt aðeins í sojasósuna áður en þú borðar hann.
En sjón er sögu ríkari…
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig á að gera þetta
Sigga Lund