Við vitum öll að jarðarber og kampavín fara saman eins og hnetusmjör og sulta. Að bíta í jarðarber og fá sér síðan sopa af góðu kampavíni er himneskt.
Þess vegna geta kampavínslegin jarðarber ekki klikkað. Þau verða svo falleg og safarík að það er varla hægt að bíta í þau nema að hafa servíettu við höndina. Punkturinn yfir i-ið er svo sætan af kreminu sem fullkomnar algerlega þessa upplifun.
Það á eftir að verða erfitt að borða venjuleg jarðarber eftir að maður kemst upp á lagið með þessi.
Það sem þú þarft
1 pakki fersk jarðarber
1 flaska gott kampavín eða freyðivín
1 dós Betty Crocker fluffy white frosting
marglitað kökuskraut
Aðferð
Fylltu stóra krukku af jarðarberjum.
Helltu kampavíninu yfir þar til það flýtur yfir jarðarberin og leyfðu þeim að liggja í víninu í 20 – 24 tíma.
Áður en þú dýfir jarðarberjunum í kremið (eða smyrð) skaltu láta leka vel af þeim. Aðeins þarf að hylja botninn á berinu.
Stráðu nú litríka kökuskrautinu yfir og berðu berin fram í litlum bollakökuformum.
Mmmm… skál fyrir ástinni… .og kampavínsfylltum jarðaberjum 🙂
Sigga Lund
Uppskriftin er fengin hjá www.tablespoon.com