Hefur þú áhyggjur af því að þú drekkir of mikið kaffi?
En vissir þú að kaffi getur gert okkur gott – svo kaffidrykkjan þarf hreint ekki að vera svo slæm!
Hér eru sex staðreyndir um áhrif kaffidrykkju
1. Besti tími dagsins til að drekka kaffi?
Margir komast hreinlega ekki í gang á morgnana fyrr en þeir eru búnir að fá kaffibollann sinn.
En samkvæmt rannsóknum er tíminn eldsnemma á morgnana líklega versti tími dagsins til að drekka kaffi. Besti tíminn er hins vegar milli 9:30 á morgnana til 11:30 og síðan aftur eftir hádegi, þ.e. frá eitt til fimm.
2. Nokkrir bollar á dag koma í veg fyrir eyrnasuð
Rannsókn sem gerð var á 65000 konum í Bandaríkjunum á átján ára tímabili leiddi í ljós að þær sem drukku einn bolla af kaffi á dag voru 15 prósent líklegri til að þjást af eyrnasuði en þær sem drukku fjóra bolla á dag.
3. Kaffibolla og kría
Einhverjir myndu halda að kaffi og kría fari ekki vel saman. En rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem drekka kaffibolla og leggja sig svo í 15 mínútur strax á eftir eru meira vakandi á eftir en þeir sem gerðu bara annað hvort. Staðreyndin er sú að það tekur líkamann 20 mínútur að vinna úr kaffinu til að fá þessa tilfinningu að þú sért alveg glaðvakandi.
4. Kaffi er gott við Alzheimer
Nokkrar rannsóknir þykja sýna fram á að þeir sem drekka kaffi eru allt að 65 prósent ólíklegri til að fá Alzheimer en þeir sem ekki drekka kaffi.
5. Kaffi er gott við þunglyndi
Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Harvard háskólann í Bandaríkjunum eru þeir sem drekka fjóra bolla af kaffi á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér þunglyndi.
Og önnur viðamikil og stór rannsókn leiddi í ljós að þeir sem drukku fjóra bolla af kaffi á dag voru 53 prósent ólíklegri til að taka eigið líf.
6. Kaffi getur gert þig klárari
Þegar þú hefur drukkið kaffi og það fer út í líkamann berast áhrifin síðan upp til heilans. Rannsóknir og tilraunir á kaffidrykkju einstaklinga sýna fram á að kaffi hefur bætandi áhrif á ýmsa heilastarfsemi. Þar á meðal er minni, skap, árverkni, orka, viðbragðstími og almenn vitsmunaleg geta.
Staðreyndin er því sú að kaffi getur gert okkur gott! Það er bara að muna að allt er gott í hófi.