Margir hafa áhyggjur af því að þeir drekki of mikið kaffi yfir daginn – og kannski drekka sumir aðeins of mikið.
Engu að síður benda sífellt fleiri vísindalegar rannsóknir til þess að hófleg kaffidrykkja geri okkur bara gott og segja má að kaffidrykkjan geti haldið í okkur lífinu.
Hér eru nokkrar ástæður hvers vegna kaffið heldur í þér lífinu
Krabbamein í blöðruhálskirtli
Rannsóknir segja að þrír sterkir bollar af kaffi á dag minnki líkurnar á blöðruhálskirtilskrabbameini um helming – já um heilan helming.
Hátt kólesteról
Kaffi kemur í veg fyrir hátt kólesteról í líkamanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar British Medical Journal hjálpar kaffið til við að halda slagæðunum hreinum og kemur í veg fyrir stíflur og tappa.
Og rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum leiddi í ljós að konur sem drekka einn bolla af kaffi á dag geta minnkað líkurnar á heilablóðfalli um 25 prósent.
Minni líkur á hjartasjúkdómum
Portúgölsk rannsókn leiddi í ljós að þrír til fjórir kaffibollar á dag dragi úr líkum á hjartasjúkdómum. Og rannsókn sem framkvæmd var við Harvard háskólann í Bandaríkjunum sýndi fram á bein tengsl lítillar kaffidrykkju við dauða vegna hjartasjúkdóma.
Alzheimer og Parkinsonssjúkdómur
Sérfræðingar í Hollandi hafa komist að því með rannsóknum sínum að kaffidrykkja minnki líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn um 20 prósent.
Kaffi gerir þig meira vakandi og athugulli en sérfræðingar eru þó ekki enn vissir hvernig það nákvæmlega hjálpi til við heilavirkni.
Þá sýna rannsóknir einnig fram á að kaffidrykkja minnki líkurnar á því að fá taugasjúkdóma eins og Parkinsonssjúkdóminn.
Kaffi og andlát fyrir aldur fram
Vísindamenn við Harvard háskólann hafa sýnt fram á með rannsóknum sínum að þeir sem drekka þrjá til fimm bolla af kaffi á dag geti dregið úr líkum á því að deyja fyrir aldur fram.
Kaffi og hraðari bati
Sýnt þykir að kaffidrykkja hraði ferlinu við bata eftir aðgerðir og meiðsli.
Þýsk rannsókn sýnir t.d. fram á að tæplega 90 ml af kaffi þrisvar á dag hjálpi sjúklingum að ná fyrr bata eftir aðgerð á endaþarmi og ristli.
Hreinar tennur
Andardráttur sem angar af kaffi er kannski ekki sá ferskasti og besti í heimi en hann gæti engu að síður verið merki um hreinar tennur. Vísindamenn við Rio de Janeiro Federal University hafa komist að því að kaffi brjóti niður bakteríur sem valdi tannsteini. Með því að drekka kaffi má hægja á þessu ferli og jafnvel koma í veg fyrir tannskemmdir
Kaffi og sykursýki
Sérfræðingar frá Singapore fundu út að með því að drekka meira en einn bolla af kaffi á dag megi minnka líkurnar á sykursýki tvö um 11 prósent. Og bandarísk rannsókn leiddi í ljós að þrír til fimm bollar af kaffi á dag geti hjálpað sykursjúkum að halda blóðsykrinum stöðugum.
Það er því greinilega óhætt að fá sér kaffi á hverjum degi, og jafnvel oft á dag, því samkvæmt þessu gerir það manni ekkert nema gott.