Poppstjarnan Justin Timberlake, sem hélt tónleika hér á landi sumarið 2014, mun koma fram í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva laugardagskvöldið næstkomandi.
Heimsþekkt stórstjarna
Söngvarinn mun þar flytja lagið „Can´t stop the feeling“ sem er samið af Svíunum Max Martin og Karl Johan Schuster ásamt Timberlake sjálfum. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem svona heimsþekkt stjarna kemur fram í keppninni án þess að vera keppandi. En Timberlake mun koma fram á milli atriða, líklega verður það eftir að allir þáttakendur hafa lokið sínum flutningi og áður en talning atkvæða hefst.
Keppnin sýnd í Bandaríkjunum
Þá mun söngvakeppnin verða sýnd í Bandaríkjunum í fyrsta sinn þar sem bandarísk kapalstöð hefur tryggt sér sýningarréttinn en um 50 milljónir bandarískra heimila hafa aðgang að þeirri stöð. Stöðugt fleiri fylgjast með Eurovision en bandarískir áhorfendur bætast nú í hóp áhorfenda frá Evrópu, Asíu og Ástralíu. Það geta því greinilega verið stór tækifæri fólgin í því að vera þáttakandi í Eurovision.
Hér er lagið sem Timberlake mun flytja