Þessi súkkulaðibrúnka er afskaplega jólaleg þar sem hún inniheldur bæði bismark brjóstsykur og hvítt súkkulaði.
Hún er tilvalin núna fyrir jól og auðvitað um jólin – og svo sómir hún sér vel á hvaða jólaborði sem er. Og það er auðvitað frábært að bera þeyttan rjóma fram með brúnkunni sem fullkomnar hana algjörlega.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir uppskrift að þessu góðgæti með okkur.
Bismarkbrownies með hvítu súkkulaði
- 4 egg
- 4 dl sykur
- 200 g smjör
- 200 g suðusúkkulaði
- smá salt
- 2 dl hveiti
- 2 msk kakó
- 1 poki bismarkbrjóstsykur (150 g)
Hvítt súkkulaðideig
- 2 egg
- 2 dl sykur
- 150 g smjör
- 150 g hvítt súkkulaði
- smá salt
- 1 ½ dl hveiti
Aðferð
Hitið ofninn í 175°.
Blandið eggi og sykri saman fyrir bæði deigin í sitthvorri skálinni.
Passið að þeyta ekki blönduna heldur bara að hræra henni saman.
Bræðið smjörið í sitthvorum pottinum og setjið niðurskorið súkkulaðið út í.
Hrærið varlega í pottunum og látið súkkulaðið bráðna í smjörinu.
Bætið saltinu saman við.
Hellið súkkulaðiblöndunum í eggjablöndurnar.
Siktið hveiti og kakó saman við dökka deigið og hveiti saman við hvíta súkkulaðideigið.
Hrærið í blöndunum þar til þær verða sléttar.
Leggið bökunarpappír í botninn á skúffukökuformi sem er ca 20×30 cm stórt.
Fínmyljið helminginn af bismarkbrjóstsykrinum og grófmyljið hinn helminginn og leggið til hliðar.
Setjið helminginn af dökka deiginu í formið og stráið fínmulda bismarkbrjóstsykrinum yfir.
Setjið allt hvíta súkkulaðideigið yfir og síðan seinni helminginn af dökka deiginu.
Endið á að strá grófmulda bismarkbrjóstsykrinum yfir.
Bakið í miðjum ofni í ca. 30 mínútur.
Kakan á að vera svolítið blaut í miðjunni.
Látið kökuna kólna og geymið hana helst í ísskáp.
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í