Toblerone ís er fastur liður á mörgum heimilum yfir jólin enda afskaplega góður og hátíðlegur. Svo er líka alltaf jafn gaman að borða heimatilbúinn ís.
Hér er frábær uppskrift sem Ágústa Johnson deilir með okkur. En Ágústu finnst þessi ís algjörlega ómissandi á jólum – og er hann því gerður á hennar heimili á hverju ári.
Það sem þarf
6 egg
6 msk sykur
100 gr brætt Toblerone
3 pelar rjómi eða 7 dl
400 gr saxað Toblerone
Aðferð
Brjótið eggin og setjið rauðurnar í skál og geymið eggjahvíturnar í annarri skál.
Þeytið rauðurnar saman við sykurinn.
Blandið brædda súkkulaðin saman við.
Þeytið rjómann og blandið honum saman við ásamt saxaða súkkulaðinu.
Stífþeytið þá eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.
Setjið í form og frystið.
Þegar ísinn er tekinn úr frystinum setjið þá saxað Toblerone ofan á hann áður en hann er borinn fram.

Ágústa Johnson