Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan því upphafsmaður hennar er japanskur læknir.
Læknir þessi helgaði líf sitt rannsóknum á afleiðingum ofþornunar. Ekki er nóg með að þetta sé ofur einfalt heldur benda vísindalegar rannsóknir til þess að meðferðin raunverulega virki.
En hvað er vatnið talið gera fyrir heilsuna?
Sannað þykir að vatnsmeðferðin geti hjálpað til við að koma í veg fyrir liðagigt, bakverki, brjóstverki, mígreni, ristilbólgu, sykursýki, astma, höfuðverk, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og fleira.
Meðferðin er svona einföld
1. Um leið og þú vaknar á morgnana byrjarðu á því að skola munninn með vatni til að losna við bakteríur. Drekktu síðan 640 ml af vatni á tóman maga – það eru um fjögur glös.
2. Ef þér finnst erfitt að drekka strax fjögur glös byrjaðu þá smærra og svo kemst þetta upp í vana og fjögur glös verða ekkert mál.
3. Eftir að þú hefur drukkið vatnið burstaðu þá tennurnar eins og venjulega og ekki borða neitt eða drekka fyrr en eftir 45 mínútur.
4. Fáðu þér síðan morgunmat að þeim tíma liðnum en ekki borða neitt eða drekka í tvo tíma eftir morgunmatinn. Og það sama á einnig við aðrar máltíðir dagsins.
Samkvæmt japönskum læknasamtökum er meðferðin talin virka bæði á hægðatregðu og magavandamál eftir tíu daga, og það taki hana 30 daga að hafa teljandi áhrif á háan blóðþrýsting.
Hér eru aðrir fimm kostir þess að drekka vatn á morgnana
1. Að drekka vatn á tóman maga hreinsar ristilinn og gerir honum auðveldara fyrir að vinna úr næringarefnum.
2. Það eykur framleiðslu nýrra vöðva- og blóðfrumna .
3. Hjálpar til við þyngdartap – eykur meltinguna.
4. Það gerir húðina fallegri og meira ljómandi – en vatnið hjálpar til við að hreinsa eiturefni úr blóðinu sem hefur þessi góðu áhrif á húðina.
5. Kemur jafnvægi á eitla- og kirtlastarfsemi líkamans – en það skiptir miklu máli upp á t.d. jafnvægi líkamsvessanna og til að berjast gegn sýkingum.
Auðvitað er þetta engin töfralausn – því þær eru ekki til. En Japanir telja þetta engu að síður mikilvægan þátt í heilsu og velferð hvers og eins. Þetta er sem sagt stór þáttur í því að hugsa vel um líkamann. Og kannski enn einn þátturinn í langlífi Japana.