Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hverju jákvæðni og bjartsýni geta áorkað. Sýnt þykir t.d. að þessir tveir þættir séu einstaklega góðir fyrir heilsuna.
En ekki nóg með það því nú þykir sannað að jákvæðni og bjartsýni hafi líka stórgóð áhrif á fjárhaginn.
Hvernig sérð þú glasið þitt?
Er það hálffullt og trúir þú því flest fólk sé hið besta fólk innst inni?
Ef þú sérð glasið þitt hálffullt og treystir fólki – og ert sem sagt þessi bjartsýna og jákvæða týpa ertu mun líklegri til að hafa hærri laun en samstarfsmenn þínir sem eru tortryggnir og neikvæðir. Þetta hefur nýleg félagsvísindaleg rannsókn leitt í ljós.
Hærri launaseðill
Þeir sem stóðu að rannsókninni segja ástæðuna fyrir þessum mun vera þá að neikvætt fólk treysti síður öðrum sem geri það að verkum að erfitt er að vinna með þeim og þeir eru ekki jafn samvinnuþýðir.
Á meðan hinir jákvæðu eru mun samvinnuþýðari og líklegri til að biðja um hjálp þegar þeir þarfnast þess. Þá eru þeir jákvæðu opnari fyrir nýjum tækifærum og nýrri reynslu og eru frekar til í að taka örlitla áhættu í starfi. En þessi hegðun og hugarfar ýtir undir velgengi þeirra á vinnustað – sem færir þeim um leið veglegri launaseðil.