Þeir Piero, Gianluca og Ignazio úr Il Volo eru búnir að vera að í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. Þeir urðu þekktir eftir hæfileikakeppni á Ítalíu þar sem þeir tóku reyndar þátt sem einstaklingar en voru settir saman í tríó. Og þvílík snilldarhugmynd fyrir okkur sem fáum á að hlýða.
Í dag eru þessir hæfileikaríku ungu menn frægir víða um heim og koma m.a. reglulega fram í bandarísku sjónvarpi.
Hér í þessu myndbandi eru þeir aðeins 16 og 17 ára.