Hér er einföld og fljótleg uppskrift að frábærum fjölskyldurétti.
Þessi innbakaði hakkréttur er tilvalinn í miðri viku eða sem góðgæti á laugardegi. Klárlega réttur sem öllum í fjölskyldunni líkar.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift.
Það sem þarf
- 500 g nautahakk
- 1 lauk
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk salt
- 3 msk tómatpúrru
- 1 tsk sambal oelek chilimauk
- 1 tsk óreganó
- 2 dl rifinn ost
- 2 plötur smjördeig
- 1 egg
- 1 msk smjör
- timían
Aðferð
Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk. Steikið laukana ásamt nautahakki í smjöri.
Bætið salti, tómatpúrru, sambal oelek og óreganó saman við. Látið blönduna kólna.
Rúllið smjördegsplötunum út og leggið aðra plötuna á smjörpappír.
Setjið nautahakksblönduna ofan á smjördeigsplötuna og stráið osti yfir.
Leggið seinni smjördeigsplötuna yfir og lokið fyrir endana.
Penslið með eggi og stráið timían yfir.
Bakið við 200° í 25 mínútur.
Berið fram með salati.