Landið okkar laðar sífellt að fleiri ferðamenn og velkist enginn í vafa um að Ísland þykir „kúl“. En nú hefur Icelandair bryddað upp á enn einni nýjunginni til að fá þá ferðamenn sem ferðast milli Bandaríkjanna og Evrópu til að taka sér tíma og stoppa á Íslandi.
Ferðafélagi á Íslandi
Ferðamönnum stendur til boða að stoppa á Íslandi á ferðalagi sínu og fá ferðafélaga með sér til að gera eitthvað áhugavert – en ferðafélaginn kostar ekkert aukalega. Þannig getur ferðamaðurinn upplifað bæði náttúru og menningu Íslands án þess að það bætist við miðaverðið.
En það skemmtilega við þetta er að það er starfsfólk Icelandair sem sinnir hlutverki ferðafélaganna. Fyrirtækið bendir á að starfsfólk þess sé eins ólíkt og það eru margt og eigi sér þar af leiðandi alls kyns áhugaverð áhugamál.
Það verður að viðurkennast að þetta er áhugavert hjá þeim og skemmtileg nýbreytni.
Hér má sjá auglýsinguna sem nú er keyrð út um allan heim.