Það skiptir víst miklu máli hvernig þvag okkar er á litinn, en mörgum finnst það eflaust eitthvað feimnismál að fara að fylgjast rækilega með því.
En við mælum engu að síður með því að þið gerið það, því litur á þvagi gefur ýmislegt til kynna varðandi líkamann og hvað er að gerast innra með honum.
Flest okkar vilja helst ekkert vera að ræða málefni eins og piss eða kúk, en hvoru tveggja skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Við ræðum þetta ekki opinberlega en öll vitum við að of mikið eða of lítið af báðu er ekki gott fyrir líkamann. Svo við sturtum þessu bara niður án þess að gefa því frekari gaum.
Auðveldara fyrir karlmenn
Það eru samt sem betur fer nokkur atriði sem við tökum eftir þegar við pissum. Það er auðveldara fyrir karlmenn að taka eftir þessu, þeir standa jú þegar þeir pissa – en fyrir konur er best að kíkja á salernispappírinn eftir þurrkun til að athuga hvort einhver einkennilegur litur er á þvaginu. Einnig ef þú finnur fyrir sviðatilfinningu þegar þú pissar eða verkjum þá máttu vera viss um að eitthvað er ekki eðlilegt.
Við jú finnum fyrir sársaukanum en við finnum ekki hvernig þvagið er á litinn. Þess vegna skiptir það miklu máli að fylgjast með þessu og geta þannig komið í veg fyrir alvarleg veikindi.
Sérfræðingar segja, að það að skoða þvagið sé einfaldasta leiðin til þess að sjá hvað er í gangi í þínum líkama. Ef það er undirliggjandi vandamál einhverstaðar þá mun þvagið láta það í ljós. Breyting á lykt og lit eru vísbendingar um að það sé eitthvað í gangi.
Við vitum að þvag er góð leið til að sýna hvort kona sé ófrísk. Einnig getur það sýnt okkur hvort við séum með þvagfærasýkingu eða höfum t.d. borðað bláber í óhófi því þá breytist litur þvagsins. Og ef líkaminn fær ekki nægan vökva þá breytist líka litur þvagsins.
Þvag á venjulega að vera ljósgult að lit. En það getur breytt um lit, stundum er það hættumerki en það þarf ekki alltaf að vera alvarlegt.
Hér eru upplýsingar um þvag og litabreytingar á því og hver ástæðan gæti verið:
– Dökk gult.
Þar sem ljós gult er eðlilegur litur á þvagi að þá getur dökk gult þvag verið merki um…
Lesa meira HÉR