Eitt elsta vandamál heimsins (ef vandamál skylli kalla) er að grípa til afsakana fyrir því að vilja ekki stunda kynlíf. Makinn er kannski í stuði en ekki þú og þá er gripið til afsakana og hvítrar lygi.
Stundum læturðu kannski til leiðast þó þig langi ekkert sérstaklega til þess en þegar þig hins vegar langar bara alls ekki eru þessar afsakanir gjarnan notaðar.
Þú þekkir örugglega nokkrar þeirra og sumar (kannski allar) hefurðu líklega notað einhvern tímann.
Hér eru þær tíu algengustu
1. Mér er óglatt.
2. Ég er allt of þreytt/ur.
3. Ég er á blæðingum – og þær eru mjög miklar núna.
4. Ég þarf að vakna svo snemma í fyrramálið.
5. Ég var að koma úr sturtu.
6. Ég er allt of södd/saddur eftir kvöldmatinn – eða morgunmatinn … eða hádegismatinn.
7. Ég held ég sé að veikjast og ég vil ekki smita þig.
8. Ég er með sveppasýkingu.
9. Ég er með fyrirtíðaspennu og er öll svo rosalega þrútin og uppþembd.
10. Ekki núna, ég er með höfuðverk!