Ef þig langar að prófa nýja súkkulaðiköku þá mælum við með þessari, en í uppskriftina er ekki notað hveiti heldur möndlumjöl.
Kakan er þétt og djúsí og kremið með Freyju möndlum er hrein dásemd. Og ekki skemmir fyrir að kakan er bara betri daginn eftir ef eitthvað er.
Hún Margrét Theodóra á kakanmin.com deilir hér uppskrift að þessari ljúffengu köku með okkur.
Það sem þarf
Súkkulaðikaka
115 g smjör (mjúkt)
115 g sykur
165 g súkkulaði (brætt)
200 g möndlumjöl
4 stór egg (aðskilin)
Krem
150 g Freyju möndlur
2 msk rjómi
60 g smjör
85 g súkkulaði
Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn í 180° og smyrjið ca. 21 cm form vel (gott er að klippa líka út smjörpappír og setja í botninn á forminu og smyrja svo pappírinn líka).
Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið þá bræddu súkkulaðinu saman við ásamt möndlumjöli og eggjarauðum og hrærið áfram þar til allt er vel blandað.
Stífþeytið eggjahvítur í annarri skál. Blandið eggjahvítunni svo varlega saman við súkkulaðiblönduna.
Setjið deigið í smurt bökunarformið, sléttið vel og bakið í ca. 40 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunni. Gott er að hafa í huga að ef þið notið ekki blástur gæti kakan þurft að vera í alveg 50-55 mínútur.
Leyfið kökunni að kólna í forminu í 5 mínútur áður en þið takið hana úr því, látið hana svo kólna alveg á grind áður en kremið er sett á.
Bræðið möndlur og rjóma saman yfir vatnsbaði þar til myndast mjúk karamella. Bræðið smjör og súkkulaði saman í öðrum potti og blandið svo saman við karamelluna.
Hellið karamellusósunni yfir kökuna og leyfið henni að kólna í að minnsta kosti klukkutíma.
Njótið!
Allt hráefni í þessa uppskrift færðu í