Þegar við hugsum um vörur sem hægja á öldrun og draga úr hrukkumyndun eru vörur fyrir andlitið það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Ekki satt?
Þetta á kannski eftir að koma þér á óvart – en andlitið er ekki sá hluti líkamans sem eldist hraðast. Það eru í raun brjóstin.
Brjóstin viðkvæmust
Í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í Journal Genome Biology kemur í ljós að brjóstvefurinn er viðkvæmastur fyrir afleiðingum öldrunar, viðkvæmari en nokkur annar partur líkamans.
Það er margt sem veldur því að brjóstin missa stinnleika sinn og á endanum lafa. Fyrst og fremst er það breytingin sem verður á stærð brjóstanna vegna þyngdartaps, þyngdaraukningar eða meðgöngu á lífsleiðinni. Þetta teygir á húðinni og brjóstvefnum og dregur úr stinnleika brjóstanna. Að bera krem á bringuna og brjóstin daglega (eins og þú gerir við andlitið) getur hjálpað til við að hægja á þessu ferli.
Annað sem flýtir fyrir öldrun á brjóstum og bringu er sólarljós. Of mikil sólböð verða til þess að húðin eldist miklu hraðar. Til að koma í veg fyrir það er gott að bera sólaráburð á þetta svæði í hvert sinn sem þú ert úti í sólinni og bringan óvarin, jafnvel líka þegar sólin er ekki sterk. Klæddu þig líka á þann hátt að klæðnaður verji þig fyrir sólinni.
Núna veistu betur
Nú þegar þú veist að brjóstin er sá partur líkamans sem eldist hraðast ættir þú að bæta bringunni og brjóstunum við fegrunarrútínuna þína þegar þú berð krem á andlit þitt kvölds og morgna. Í dag er nefnilega hægt að fá góð krem fyrir bæði háls og bringu sem eiga að sporna gegn öldrun.