Til eru ýmsar skemmtilegar aðferðir sem segja til um persónuleika okkar – allt frá stjörnufræði til þess hvernig við sofum.
En svo er sumt sem við erum fædd með sem getur víst gefið vísbendingar um það hvernig persónuleiki okkar er og það á víst við um stærðina eða hæðina á litla putta okkar.
Rétt eins og fingraför okkar eru einkennandi fyrir hvern og einn þá er litli puttinn líka einstakur fyrir okkur.
Ævaforn aðferð
Á bak við þetta eru ekki vísindalegar kenningar heldur ævaforn aðferð sem hefur verið notuð meðal annars af þeim sem lesa í lófa. En lófalestur er ævaforn aðferð sem hefur meðal annars verið notuð til að segja til um framtíð einstaklinga. Þeir sem lesa í lófa segja að skipta megi fólki niður í þrjár týpur eftir lengd litla fingurs
Skoðaðu hönd þína og sjáðu hvar litli fingur liggur í samanburði við baugfingur. Er hann alveg upp við línuna við efsta lið, eða er hann hærri eða lægri en þessi lína.
Sjáðu skilgreininguna hér
A – á línunni
Þú ferð varlega með tilfinningar þínar og ert ekkert sérstaklega opin/n gagnvart ókunnugu fólki. Þú kýst að láta fólk sjá þig sem mun sterkari og sjálfstæðari en þú raunverulega ert. En þegar þér finnst þú ná tengingu ertu afar tilfinningarík vera með þeim sem þú treystir.
Þú fyrirlítur lygi, óheiðarleika og hræsni – þar sem það stríðir gegn öllu því sem þú trúir.
Þú ert þekkt/ur fyrir að vera sérvitur og hrokafull/ur. Þú hefur enga þolinmæði gagnvart fólki sem þér finnst vera heimskt.
Þú hefur stórt hjarta og vilja til að hjálpa öðrum.
Þú ert iðin/n og dugleg/ur og klárar öll verkefni sem þér eru færð – líka þessi leiðinlegu.
Tjáning þín og svipur segja allt sem segja þarf um það hvað þér finnst og hvað þú ert að hugsa.
B – undir línunni
Þú ert frekar feimin/n og lokuð týpa og vilt ekki vera fyrri til að nálgast einhvern.
Þú ert mjög trú/r og trygg/ur í þínum samböndum. Þegar þú verður ástfangin/n gefurðu viðkomandi alla þína athygli og hann/hún er þér alltaf efst í huga.
Innst inni ertu mjög viðkvæm vera.
Þú ert svo góð/ur í að varðveita leyndarmál að fólki finnst þú stundum vera svolítið kuldaleg/ur og fjarlæg/ur, en þá ert þú ert bara að þykjast ekkert vita til að vernda tilfinningar einhvers.
Þegar þú hefur sett markið á eitthvað ertu einbeitt/ur í því að fylgja því alla leið.
Þú óttast meira en flestir aðrir að verða særð/ur. Og þótt aðrir haldi að þú þurfir ekki á neinum að halda þá dreymir þig um að finna þinn sálufélaga.
Þú ert algjör klettur og þér tekst alltaf að halda ró þinni í mestu látunum.
C – yfir línunni
Þú ert ekki langrækin/n og það er fátt sem kemur þér úr jafnvægi.
Þér finnst hið óþekkta óþægilegt og þú ert lítið hrifin/n af óvæntum uppákomum.
Aðrir myndu lýsa þér sem sem einstaklingi sem er opinn fyrir tækifærum og sem virðir skoðanir annarra.
Egó þitt leiðir til þess að þú ert frekar ráðrík/ur og þú æsir þig nokkuð mikið upp við rifrildi og rökræður. En þú ert reyndar líka alltaf sú fyrsta/sá fyrsti til að biðjast afsökunar eftir á.
Þegar kemur að vandamálum ertu mjög gjörn/gjarn á að halda þeim fyrir þig. Það getur verið ansi erfitt fyrir maka þinn sérstaklega þegar hann/hún veit ekki hvað er að angra þig.
Þar sem þú ert svo hrein/n og bein/n þá viltu umvefja þig heiðarlegu fólki. Þér finnst þú frekar geta treyst á þann sem er grimmilega hreinskilinn en þann sem sykurhúðar allt.