Það er ekki þurrkur í hársverði sem orsakar flösu eins og oft er haldið fram.
En hvað er það sem orsakar flösu?
Húðfrumur í hársverði (eins og þessar sem eru annars staðar á líkamanum) eru sífellt að endurnýja sig og þá losnar um þessar dauðu og þær detta af.
Ef þessar húðfrumur í hársverði byrja að endurnýja sig mjög ört, örar en þær detta af, þá myndast þessar hvítu flögur í hársverðinum. Þessi ofvöxtur fruma getur orsakað það að flögurnar mynda skán í hársverði sem við köllum flösu.
Hér eru nokkrar mýtur um flösu
1. Flasa myndast þegar hársvörður er þurr
Í raun þá er það feitur hársvörður sem er líklegri til að orsaka flösu. Of mikil framleiðsla af olíu í hársverði verður til þess að flasan verður áberandi.
2. Að nota olíu í hársvörð kemur í veg fyrir flösu
Olíumeðferð með heitri olíu þar sem annað hvort kókósolía eða ólífuolía er borin beint á hársvörðinn – lagar það flösu?
Nei svo er ekki því þar sem flasan er nú þegar feit þá gerir það bara illt verra að bera olíu í hársvörðinn. Með því verður flasan klístraðri og meira áberandi. Einnig geta þessar olíur orsakað ertingu.
3. Þú átt að klóra allar flögur í burtu áður en þú setur sjampó í hárið
Að nota greiðu til að ná í burtu flögum af flösu getur verið afar óþægilegt og einnig orsakað að það fer að blæða úr hársverðinum.
Fari að blæða þá er hætta á sýkingum.
4. Þú ættir að þvo þér um hárið sjaldnar ef þú ert með flösu
Þú átt frekar að þvo þér um hárið daglega til að hreinsa í burtu flösu flögurnar. Passaðu að nota góð flösu sjampó, þau má kaupa í apótekum og matvöruverslunum.
5. Þú þarft ekki að skrúbba hársvörðinn
Að nota skrúbbkrem í hársvörðinn einu sinni til…
Lesa meir HÉR