Hún Holly hafði ekki látið klippa á sér hárið í mörg, mörg ár af því pabbi hennar hafði alltaf sagt að konur ættu að vera með sítt hár því annars væru þær ekki fallegar.
Auðvitað erum við þessu algjörlega ósammála. Konur eru fallegar með stutt hár, sítt hár, millisítt hár og ekkert hár – því fegurðin kemur að innan.
Fannst kominn tími á breytingar
En Holly fannst kominn tími á breytingar og með sítt hár niður að mjöðmum gekk hún inn á hárgreiðslustofu í Florida, þar sem hún býr, og bað um klippingu. Ástæða þess að hún vildi gera þessar breytingar var hennar eigið brúðkaup.
Starfsfólk hárgreiðslustofunnar gerði þó gott betur en bara að klippa hárið og sömdu við Holly um að fara í algjöra yfirhalningu.
Það er alltaf jafn áhugavert að sjá hvað hár, förðun og fallegur klæðnaður getur gert fyrir heildarútlitið.
Hér er fyrir og eftir myndin af Holly – og já það er smá breyting ekki satt!!
Heimildir: modernsalon