Hin 35 ára gamla Tamar hefur allan pakkann eins og það er kallað. Hún er með frábæra rödd, góða sviðsframkomu og magnaða túlkun, svo fátt eitt sé nefnt.
Tamar er þáttakandi í nýjustu þáttaröð The Voice í Bandaríkjunum og er í liði Christinu. Og þetta er hennar stóra tækifæri, en Tamar hefur starfað lengi sem bakraddasöngkona. En nú er komið að henni að standa í sviðsljósinu og skína.
Þessum flutningi hennar hefur verið líkt við söngkonuna heitnu Whitney Houston – og það er ekki leiðum að líkjast!