Enski leikarinn Hugh Laurie sló eftirminnilega í gegn sem hinn kaldhæðni House í samnefndum þáttum.
Þar fór leikarinn á kostum en hlutverkið tók víst mjög á hann.
Erum við tilbúin?
Hugh hefur gert margt fleira um ævina en að leika House en er hann bæði mikill grínisti og tónlistarmaður. Hann er einn af okkar uppáhalds hér á Kokteil, enda afskaplega hæfileikaríkur.
Þar sem við erum svo fylgjandi því að fólk fylgi draumum sínum og bíði ekki eftir því að tækifærin banki upp á þá tókum við okkur til og þýddum þessi skilaboð frá leikaranum þar sem hann hvetur okkur til að stökkva út í djúpu laugina og gera hlutina núna – og ekki bíða þar til við höldum að við séum tilbúin. Því hvenær er maður svo sem fullkomlega tilbúinn?
Hér eru skilaboðin
„Það er eiginlega alveg ferlegt finnst mér, í þessu lífi, að við þurfum alltaf að vera bíða eftir því að vera tilbúin. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að í raun sé aldrei neinn tilbúinn í eitt eða neitt.
Það er ekkert til sem heitir að vera tilbúinn. Það er bara hér og nú. Svo þú getur alveg eins gert þetta núna.
Ég meina, ég segi þetta eins og ég sé fullur sjálfstrausts og sé um það bil að fara í teygjustökk eða eitthvað – en það er ekki þannig. Ég er enginn brjálaður áhættufíkill. En ég held samt svona almennt séð að núna sé alveg jafn góður tími og hver annar.“ (Hugh Laurie)
Ekki bíða
Er ekki frekar mikið til í þessu – eftir hverju erum við stöðugt að bíða?
Láttu hlutina gerast og gerðu það NÚNA!