Hefur þú einhvern tímann fengið þér sneið af þýskri „Black Forest“ köku eða skeið af Ben & Jerry’s kirsuberjaís?
Kirsuber eru frábær með súkkulaði. Þau geta verið örlítið súr og passa því ljómandi vel við sætt bragðið af dökku súkkulaðinu.
Hérna er súper uppskrift af hrá súkkulaði-kirsuberja brownie bitum. Og þú getur borðað eins marga og þú vilt án þess að fá samviskubit.
Þessi uppskrift gerir um 24 litlar trufflur.
Það sem þarf
– 1 bolli af kasjúhnetum
– ½ bolli af heslihnetum
– ¾ bolli af mjúkum döðlum, saxaðar afar smátt
– ¼ bolli + 1 msk af ósætu kakó
– ¼ bolli af þurrkuðum kirsuberjum
– 2 msk af vatni
– 2 msk af jómfrúar kókosolíu
– 1/8 tsk af Himalayan salti
– ¼ bolli af kakóspæni, afar fínt söxuðum (hann er til skreytingar)
Aðferð
Blandið kasjúhnetum og heslihnetum saman í matvinnsluvél og látið saxast afar smátt.
Blandið svo döðlum, kakó, kirsuberjum, vatni, jómfrúar kókosolíunni og saltinu saman við og blandið vel saman.
Þegar deigið er tilbúið, mótið það þá í litlar kúlur eða trufflur og skreytið toppinn á þeim með fínt söxuðum kakóbauna (spænir) bitunum.
Setjið svo bakkann með kræsingunum inn í ísskáp í 15-20 mínútur svo kúlurnar nái að stífna.
Þetta ljúfmeti helst ferskt í viku ef geymt er í lofttæmdu boxi inni í ísskáp.
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í
Uppskriftin er frá Heilsutorg.is – sjá HÉR