Hann heitir Augustus og var flækingshundur sem var afar illa á sig kominn. Reyndar leit hann ekki einu sinni út eins og hundur og því var í raun ekki vitað hvers konar dýr hann væri. Og fólkið í bænum hans meðhöndlaði hann eins og ófreskju, henti hlutum í hann og öskraði á hann.
Bjargvættir
En Augustus var heppinn því það er til fullt af góðu fólki í heiminum og samtök sem beita sér fyrir því að bjarga dýrum sá mynd af honum og sótti hann. Þau höfðu aldrei séð aðra eins grimmdar meðferð og vanrækslu á nokkru dýri.
Augustus var í meðferð á spítala svo vikum skipti, hann þurfti sýklalyf og sérstaka meðferð við feldinum sem var allur þakinn hrúðri. Hægt og rólega náði hann heilsu og hrúðrið fór að detta af líkamanum en hann leit út eins og hann væri illa brenndur. Engu að síður gat björgunarfólk hans ekki enn áttað sig á því hvað tegund af hundi hann væri.
Þrátt fyrir að hafa verið vanræktur í allan þennan tíma var Augustus rólegur í meðförum og horfði aðdáunaraugum á bjargvætti sína. Hann var augljóslega þakklátur.
Tekinn í fóstur
Bjargvættir hans stofnuðu Facebook síðu fyrir hann og dýraunnendur út um allan heim féllu fyrir þessum yndislega hundi og fylgdust með framgangi mála. Augustus var síðan tekinn í fóstur af konu sem finnst hún vera afar lánsöm að hafa fengið að ættleiða þetta litla kraftaverk.