Þessi mynd er alveg yndisleg og sýnir fullkomlega hversu dásamlegar, traustar og góðar verur hundar eru – kannski bara of góðar fyrir þennan heim.
Það var hjúkrunarkona, Cris Mamprim, í Brasilíu sem deildi þessari mynd og fallegu sögu á Facebook um síðustu helgi.
Heimilislaus maður
Heimilislaus maður hafði komið inn á sjúkrahús í Rio do Sul, þar sem Mamprim vinnur, til að leita sér hjálpar. Á meðan maðurinn naut aðhlynningar tók Mamprim eftir því að að nokkrir hundar höfðu safnast saman fyrir framan innganginn og biðu þar þolinmóðir eftir að vinur þeirra kæmi tilbaka.
Hjúkrunarkonan hafði á orði í Facebook færslu sinni að hundarnir virtust vel á sig komnir, fengju greinilega að borða og væru mun betur á sig komnir en flestir hundar sem búa á götunni. Enda sagðist heimilislausi maðurinn stundum sleppa því að borða til að geta gefið hundunum mat.
Og að sjá þá bíða svona í dyragættinni eftir vini sínum sýndi vel hversu mikillar umhyggju og ástar þeir nytu.
Hundarnir neituðu að fara fyrr en vinur þeirra sneri aftur og endaði með því að þeim var boðið inn og fengu þeir að borða ásamt sínum besta vini áður en þeir héldu allir saman út í nóttina aftur.
Hundar eru bestir – falleg og sönn saga!