Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa þessar hollu hafrakúlur.
Þessar er gott að eiga inni í ísskáp þegar sykurpúkinn lætur á sér kræla.
Hafrar, hnetusmjör og dökkt súkkulaði – og alveg einstaklega einfalt og fljótlegt að gera.
Það sem þarf
2 msk hnetusmjör
2 msk léttmjólk
¼ bolli dökkir súkkulaðidropar
¾ bolli hafrar
Aðferð
Setjið hnetusmjörið, mjólkina og súkkulaðið í pott við lágan hita í um 3 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið.
Blandið þá höfrunum saman við og takið síðan af hitanum.
Notið skeið, t.d. ísskeið, til að búa til kúlur og setjið kúlurnar síðan á smjörpappír á plötu eða stóran disk.
Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 15 mínútur.
Svo er bara að njóta þegar þig langar í eitthvað sætt.