Þessir gómsætu og girnilegu eggjabollar eru stútfullir af góðum næringarefnum. En með þessum rétti eru bökuð egg tekin í alveg nýjar hæðir.
Réttur sem er frábær í „brunchinn“ eða bara sem léttur kvöldverður.
Ég er agalega veik fyrir sætum kartöflum í hinum ýmsu útfærslum og egg eru eitt það besta sem ég fæ. Svo sætar kartöflur, ostur og smá hvítlaukur – það bara getur ekki klikkað!
Það sem þarf f. 8 bolla
½ bolli niðurrifnar sætar kartöflur (ca 1 lítil)
¼ bolli niðurrifinn cheddar ostur
½ msk hvítlauksduft
8 stór eg
salt og pipar
Aðferð
Hitið ofninn að 190 gráðum.
Finnið til gott múffuform fyrir 8 múffur og spreyið með bökunarspreyi.
Skrælið kartöfluna og rífið hana niður með rifjárni.
Rífið líka ostinn niður.
Setjið niðurrifna kartöfluna í skál ásamt niðurrifna ostinum og hvítlauksduftinu. Blandið þessu vel saman.
Takið þá um eina matskeið af blöndunni og setjið í botninn á múffuformunum.
Setjið síðan eitt egg ofan á kartöflublönduna og kryddið að lokum með salti og pipar.
Bakið í ofninum í 13 til 15 mínútur eða þar til eggin eru eins og þú vilt hafa þau.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is