Það getur verið freistandi að fá sér sætan mola eftir matinn en margir láta það ekki eftir sér þar sem sykur er hvorki góður fyrir tennurnar né þyngdina.
Sykurlausir og bragðgóðir
Hér er komin frábær lausn sem hefur ýmsa góða kosti í för með sér. HAp+ molarnir smakkast eins og sælgæti en eru sykurlausir, kalkbættir og ferskir – og þeir koma í sex bragðtegundum. Um er að ræða íslenskt hugvit sem sýnt hefur verið fram á með vísindalegum rannsóknum að er ekki glerungseyðandi fyrir tennurnar. Molarnir frá HAp+ örva munnvatnsframleiðslu okkar tuttugufallt og eru þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggjó. Hér er líklega komin næsta kynslóð sælgætis.
Tannlæknafélagið mælir með
Molarnir voru upphaflega þróaðir sem lausn við munnþurki, en allt að 30 prósent þjóðarinnar á við munnþurrks vandamál að stríða. HAp+ hefur síðan rutt sér til rúms sem lífsstílsvara. Einstaklingar með munnþurrk eru í 5 sinnum meiri áhættu á að fá glerungseyðingu, en einkenni hennar eru tannkul, mikil næmni fyrir hita og kulda og sársauki þegar tannsjúkdómurinn er lengra kominn. Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ til að viðhalda heilbrigði tannanna.
Þannig virkar HAp+
Sýra er náttúrulegur munnvatnsörvandi miðill, og örvar munnvatnið okkar sem er ónæmiskerfi munnholsins. En sýran er hinsvegar versti óvinur tannanna.
Það sem HAp+ molarnir gera er að þeir örva munnvatnið með sýru en hlutleysa á sama tíma neikvæða virkni sýrunnar á tennurnar. HAp+ er sem sagt súrt en ekki glerungseyðandi.
HAp+ molarnir hafa engar neikvæðar aukaverkanir og má segja að aukaverkanirnar séu einungis jákvæðar. Molarnir vinna nefnilega gegn sjóveiki, bílveiki, flugveiki og einstaka morgunógleði og ógleði vegna lyfjanotkunar. Þeir eru því frábær ferðafélagi.
HAp+ er einstakt sinnar tegundar á heimsvísu
Þessir frábæru molar fást í sex bragðtegundum, með sítrónubragði, engifer- og límónubragði, myntu- og eucalyptusbragði, jarðarberja- og rabarbarabragði, lakkrísbragði, og með kólabragði. Molarnir eru hver öðrum betri og er t.d. mynta og eucalyptus einstaklega frískandi, lakkrís molinn er mjög góður – en uppáhalds molinn okkar er klárlega sá sem er með jarðarberja- og rabarbarabragði.
HAp+ molarnir fást í apótekum, á Olís stöðvum út um allt land, í öllum Hagkaups verslunum, Samkaupum, Melabúðinni, Vínberinu, Þinni verslun, og víðar. Þá fást molarnir hjá tannlæknum um land.
Sjáðu meira um HAp+ hér: www.happlus.is