Það er svo gott að eiga almennilegt snarl fyrir fjölskylduna til að grípa í – og enn betra er ef það er heimatilbúið og hollt.
Þessi hafrastykki hér eru auðvitað svo miklu betri en þau sem við kaupum út úr búð. Og þau eru alveg frábær að grípa í og til að taka með sér í nesti.
Afar einfalt
Það er afar einfalt að útbúa þessi hafrastykki sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit gefur okkur hér uppskrift að.
Það sem þarf
- 230 gr haframjöl (2½ bolli)
- 10 gr Rice Krispies (½ bolli)
- 20 gr kókosmjöl (¼ bolli)
- 90 gr súkkulaðibitar (½ bolli )
- 100 gr púðursykur (½ bolli)
- 1/2 tsk salt
- 50 g smjör (¼ bolli)
- 60 gr hnetusmjör (¼ bolli)
- 3 msk hunang
- 2 msk síróp (má sleppa)
- 1/2 tsk vanilludropar
Aðferð
Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og síróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í.
Setjið haframjöl, Rice Krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel.
Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman.
Þrýstið síðan blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur.
Kælið og skerið síðan í stykki.
Njótið!