Avókadó eða lárpera er rík af ýmsum næringarefnum sem eru góð fyrir okkur. Lárperan hefur verið flokkuð sem svo kölluð ofurfæða. Í lárperunni er hátt hlutfall fitu en það er holl fita sem er góð fyrir hjartað og blóðrásina.
Þessa bruschettu með avókadó er einstaklega einfalt að gera fyrir utan það hversu ljúffengt þetta er. Það er auðvitað tilvalið að bera réttinn fram sem snarl á undan mat eða eins og okkur hér á Kokteil finnst best, en það er sem hluti af brunch. Bættu þessari einföldu bruschettu við brunchinn eða hvenær sem er dagsins, þess vegna við morgunmatinn.
Það sem þarf
Brauð (baguette eða súrdeigsbrauð)
1 þroskaða lárperu
2 tsk. sítrónusafa
Salt og pipar eftir smekk
Og ef vill má setja örlitla steinselju yfir að lokum
Aðferð
Ristið brauðið í brauðrist eða inni í ofni
Hreinsið innan úr lárperunni og stappið hana með gaffli
Blandið sítrónusafanum saman við, passið að setja ekki of mikinn safa
Saltið og piprið eftir smekk
Ágætt er að strá grófu sjávarsalti og pipar yfir að lokum