Það er ekkert skrýtið að Simon Cowell hafi stokkið á gyllta hnappinn fyrir þennan sex barna faðir.
En Michael Ketterer kom, sá og sló í gegn í prufum fyrir hæfileikaþáttinn America´s Got Talent.
Michael sem er hjúkrunarfræðingur að mennt hefur ásamt eiginkonu sinni ættleitt fimm börn sem öll áttu um sárt að binda, en fyrir áttu þau hjónin eina stúlku. Börnin eru því í dag 6 talsins og þar af er eitt þeirra fatlað.
Dómararnir voru með stjörnur í augum yfir frammistöðu og rödd Michael´s en einnig yfir því hvaða mann hann hefur að geyma.