Þessi fallega og hjartnæma auglýsing er fyrir jólalottóið 2015 á Spáni.
Justino er næturvörður í verksmiðju er framleiðir gínur og þar sem hann vinnur á nóttunni hittir hann aldrei annað starfsólk verksmiðjunnar. Hann eyðir því hverri nóttu með gínum en þráir að vera í samskiptum við fólkið í verksmiðjunni.
Hann bregður á það ráð að gleðja þá sem starfa í verksmiðjunni á daginn og gera eitthvað fallegt fyrir hvern og einn. Það skilar sér tilbaka þar sem vinnufélagarnir endurgjalda honum. Já það borgar sig alltaf að gera öðrum gott 🙂
Skilaboðin eru þau að stærsti vinningurinn í lífinu sé sá að deila með öðrum.