Þegar tveir einstaklingar ákveða að eyða ævinni saman er ekkert sjálfgefið að það fari svo að þeir eyði henni saman. Skilnaðartíðni er há og mörg hjónabönd enda með skilnaði.
Hjónabandið er nefnilega vinna og líkt og með flest annað þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér.
En hver er galdurinn á bak við langt og farsælt hjónaband?
Þessi 6 atriði hér að neðan geta varpað ljósi á það!
1. Að gefa af sér
Það mikilvægasta af öllu er að báðir aðilar séu góðir við hvorn annan og gefi af sér tilfinningalega. Þau hjón sem koma fram við hvort annað af hugulsemi og tillitssemi í stað þess að gagnrýna stöðugt eru mun líklegri til að eiga farsælt hjónaband.
2. Litlu hlutirnir
Að sjá það góða í makanum og langa til að auka á hamingju hans/hennar. Litlir hlutir sem oft virðast ekki skipta miklu máli geta gert alveg heilan helling fyrir hjónabandið.
3. Þakklæti
Að vera þakklátur og finna að maður sé metinn að verðleikum. Þeir sem upplifa það að makinn kunni að meta þá, og að hann sé þakklátur fyrir að hafa viðkomandi í lífi sínu, verða ósjálfrátt jákvæðari í garð hjónabandsins og sýna því meiri hollustu.
4. Ákvarðanir
Að taka sameiginlegar ákvarðanir skiptir miklu máli. Þegar annar aðilinn tekur allar mikilvægar ákvarðanir veit það ekki á gott.
5. Heimilisstörfin og uppeldið
Að deila heimilisstörfunum og uppeldi barna. Þetta hefur mikið að segja með farsælt og hamingjusamt hjónaband.
6. Áherslur í lífinu
Og síðast en ekki síst; að vera sammála um áherslur í lífinu. En ef tveir einstaklingar í hjónabandi hafa gjörólíka lífssýn getur það auðveldlega gengið að sambandinu dauðu.