Við höfum nú þegar fjallað um glæsilegar konur á besta aldri sem hafa kosið að leyfa gráa hárinu að njóta sín í greininni Fimmtíu gráir skuggar. En um leið bentum við á nokkrar frægar og ungar stjörnur sem undanfarið hafa verið að lita hár sitt grátt.
Ekki lengur bara fyrir ömmur
Nú virðist grái liturinn vera sá heitasti fyrir sumarið fyrir allar konur – alveg sama á hvaða aldri þær eru. Og grái liturinn býður upp á ýmsa möguleika alveg eins og allir aðrir háralitir. Grái liturinn er sem sagt ekki lengur bara ömmulitur.
Það verður að viðurkennast að þetta er ferlega flott og verður gaman að sjá hvort íslenskar konur fylgi hártískunni í sumar.
Gráa hárið er töff í tagli
Og tekið upp með nokkra lausa lokka
Eða slegið og með stórum krullum
Og bara yfir höfuð rosalega smart