Hann er heimilislaus, með risastórt hjarta og sýnir einstaka manngæsku.
Þegar ungur maður laumar pening í bakpokann hans meðan hann sefur ræður hann sér vart fyrir kæti þegar hann finnur aurinn. Ungi maðurinn sem stundar samfélagslegar tilraunir og gerir myndbönd út úr þeim fylgist með honum allan tímann. Og þegar heimilislausi maðurinn rýkur af stað í verslun eltir ungi maðurinn hann með upptökuvél og tekur allt upp. Það sem hann verslar í búðinni er meðal annars koddi, teppi og svefnpoki.
Sá heimilislausi snýr síðan aftur að bekknum sínum og þá fer leikritið af stað.
Sá ungi þykist vera í símanum og segist ekki eiga fyrir lyfjum handa veikri dóttur sinni og viti hreinlega ekkert hvað hann eigi að taka til bragðs. Á meðan situr sá heimilislausi og hlustar á hann og að loknu símtalinu spyr hann hvort ekki sé allt í lagi. Ungi maðurinn segir honum þá frá aðstæðum sínum, sem auðvitað eru uppspuni.
Sjáðu hvað heimilislausi maðurinn gerir þá!
Hann fer aftur í búðina, skilar öllum vörunum og fær endurgreitt svo hann geti hjálpað unga manninum og veikri dóttur hans.
En þessi hjartahlýji maður segir unga manninn þurfa meira á peningunum að halda en hann sjálfur ♥