Þótt Jeffrey sé ekki nema 13 ára gamall stendur það ekkert í honum að syngja lagið You Raise Me Up sem stórsöngvarinn Josh Groban hefur gert frægt.
Jeffrey mætti á dögunum í prufur í Americas Got Talent og heillaði alla dómarana upp úr skónum.
Simon Cowell bauðst til að kaupa handa honum hund ef hann stæði sig vel í prufunni – sem hann og gerði.
Jeffrey fór létt með að syngja þetta fallega lag með sinni tæru rödd.