Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert tvo hluti í einu en karlar bara alls ekki.
Kannski er eitthvað til í því, en rannsóknir sýna einmitt fram á að heili kvenna sé töluvert virkari á fleiri svæðum en heili karla. En þessar niðurstöður eru m.a. taldar geta útskýrt hvers vegna konur eru viðkvæmari fyrir kvíða, þunglyndi, svefnleysi og átröskunarsjúkdómum.
Varpa ljósi á heilabilun
Rannsóknin, sem framkvæmd var af sérfræðingum Amen Clinics í Kaliforníu, er stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á starfsemi heilans. Meira en 46.000 myndir og mælingar úr heilaskönnum voru skoðaðar og munurinn á milli kvenheila og karlmannsheila rannsakaður. Niðurstöðurnar eru afar mikilvægar þar sem þær hjálpa til við að varpa frekari ljósi á hvernig heilabilun hefur ólík áhrif á kynin.
Það er staðreynd að konur eru líklegri til að greinast með Alzheimer sjúkdóminn, þunglyndi og kvíðaraskanir á meðan karlar greinast frekar með athyglisbrest, ofvirkni og önnur hegðunartengd vandamál.
Heili kvenna virkari á fleiri sviðum
Eins og áður sagði sýna niðurstöður rannsóknarinnar að heili kvenna er virkari á fleiri sviðum en heili karla og þá sérstaklega í fremri heilaberki sem hefur með einbeitingu, stjórn á hvatvísi og tilfinningalega hluta heilans sem er ábyrgur fyrir skapi og kvíða. Á meðan myndrænir og samhæfingarhlutar heilans eru virkari í körlum.
Þessar niðurstöður eru mikilvægar í því að greina og skilja hvers vegna heilasjúkdómar eins og Alzheimer leggjast frekar á konur. Vísindamennirnir fundu út að blóðflæði í fremri heilaberki kvenheilans er töluvert meira en það gæti t.d. útskýrt af hverju konur hafa meiri sjálfstjórn og innsæi og eiga auðveldara með að finna og sýna samúð. Þá mældist einnig meiri virkni á svæði randbarkar sem gæti útskýrt að hluta hvers vegna konur eru líklegri til að þjást af þunglyndi, kvíða, svefnleysi og átröskun.
Athyglisvert!
Heimild: World Economic Forum