Hann hefur haft atvinnu af því í heil 37 ár að syngja í neðanjarðarlestum í Bandaríkjunum og hefur bara verið nokkuð sáttur við sitt hlutskipti.
En nú langar hann að gera eitthvað meira og ákvað því að mæta í prufur í nýjustu þáttaröð af America´s Got Talent – þar sem hann sló heldur betur í gegn hjá áhorfendum.
Hann er svo sannarlega með sérstaka og flotta rödd sem á fullt erindi í þessa stóru keppni.