Haustið er einmitt tíminn til að sulta og það þarf alls ekki að vera flókið. Svo er auðvitað bara skemmtilegt að eiga heimagerða sultu í ísskápnum.
Hér er einföld uppskrift að bláberjasírópi úr bókinni Sultur allt árið eftir Sigurveigu Káradóttur sem kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku.
Það sem þarf
300 g bláber
200 ml vatn
200 g sykur
1 vanillustöng
Aðferð
Allt sett í pott og látið malla á vægum hita í 10 mínútur.
Þá er blöndunni rennt í gegnum sigti og sigtað vel svo eins mikill safi náist úr berjunum og mögulegt er.
Vökvinn er settur aftur í pott og hitaður að suðu.
Þá er sírópinu rennt í krukku eða á flösku.
Bláberjasírópið er gott að nota með pönnukökum eða vöfflum, ís eða jógúrt. Einnig má nota sírópið í mjólkurhristinga eða skyrdrykki, með ostum og til að bragðbæta sósur.
Svo er líka gaman að færa vinum og vandamönnum sultukrukku að gjöf, t.d. þegar mætt er í boð.