Hattatískan hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin misseri og eru hattar eitt það heitasta í sumar. Það er alltaf viss stíll yfir höttum og þeir setja svo sannarlega punktinn yfir i-ið.
Erlendar leikkonur og fyrirsætur eru duglegar að nota hatta og vissulega væri gaman að sjá íslenskar konur meira með hatta. En hér á árum áður var auðvitað enginn fullklæddur fyrr en hattur var kominn á höfuðið.
Inga í Gottu á Laugavegi er tískuráðgjafi okkar hér á Kokteil og hún var að fá þessa fínu og flottu handgerðu hatta beint frá Ítalíu.
Við kíktum til Ingu og hún sýndi okkur það nýjasta í höttum fyrir sumarið.
Brúnn stráhattur úr Gottu
Inga tekur sig vel út með svartan stráhatt
Svartur stráhattur úr Gottu
Leikkonan January Jones með svartan stráhatt
Stráhattur úr Gottu
Leðurhattur úr Gottu
Stráhattur úr Gottu
Inga aldeilis sumarleg í sólinni með hatt
Stór og barðamikill stráhattur úr Gottu
Jessica Alba sumarleg og fín með ljósan hatt