Beinþynning er alvarlegt vandamál og líklega mun alvarlegra en margir gera sér grein fyrir. Það er því afar mikilvægt að viðhalda heilbrigði beinanna.
Beinþéttni okkar versnar gjarnan með hærri aldri og hættan á beinbrotum verður algengari og alvarlegri því eldri sem við verðum.
Ekki eingöngu mataræði og hreyfing
Maður hefði haldið að beinþéttni réðist helst af mataræði og hreyfingu – en fleiri þættir spila víst líka inn í.
Þótt eðlilegt sé að beinþynning fylgi hærri aldri þá spilar hamingja okkar víst ansi stóran þátt í henni líka. Rannsóknir sem kynntar voru í Finnlandi sýna fram á að því ánægðari sem við erum með líf okkar því meiri verður beinþéttnin. Afar merkilegt og áhugavert!
Sérfræðingarnir, sem að rannsókninni stóðu, segja að almennt megi tengja lífsánægju og hamingju beint við meiri hreyfingu, hollara mataræði og reyklaust líf. Og því fylgi einnig minna stress og minni líkur á þunglyndi.
Það er sífellt að koma betur í ljós hversu stórt hlutverk hamingja og lífsánægja okkar spila í heilsufari okkar og auknum möguleikum á lengra lífi.